fbpx
Föstudagur 15.október 2021
433Sport

Atli Sveinn tekur við Haukum

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Sveinn Þórarinsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Hauka í 2. deild karla. Hann skrifar undir tveggja ára samning.

Atli stýrði Fylki ásamt Ólafi Stígssyni síðustu tvö tímabil. Þeir voru látnir fara þaðan fyrir nokkrum vikum. Atli þjálfaði áður Davík/Reyni í 3. deild, 2. flokk karla hjá KA auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Stjörnunni.

Igor Bjarni Kostic hefur þjálfað Hauka undanfarin tvö tímabil. Hann hætti á dögunum.

,,Við bindum miklar vonir við Atla og höfum trú á að hann sé rétti maðurinn í að stýra liðinu aftur upp í Lengjudeildina. Að sama skapi ætlum við að styrkja hópinn enn frekar. Þá vil ég nota tækifærið og þakka Igor fyrir vel unnin störf fyrir knattspyrnudeild Hauka þar sem hann leiddi m.a. innleiðingu á nýrri námsskrá, hafði umsjón með afreksskóla deildinnar og stuðlaði að faglegra starfi knattspyrnudeildar í samstarfi við aðra þjálfara – það er vinna sem mun nýtast áfram,“ segir Halldór Jón Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, um ráðninguna.

Haukar höfnuðu í níunda sæti 2. deildar í sumar. Á tímablinu í fyrra hafnaði liðið í fjórða sæti sömu deildar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Næstu vikur gífurlega mikilvægar fyrir Solskjær og Manchester United – Leikjaplanið framundan ekki í auðveldari kantinum

Næstu vikur gífurlega mikilvægar fyrir Solskjær og Manchester United – Leikjaplanið framundan ekki í auðveldari kantinum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segja að Aron Einar og meintur samverkamaður verði yfirheyrðir í nóvember

Segja að Aron Einar og meintur samverkamaður verði yfirheyrðir í nóvember
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jóhannes Karl svarar fyrir umdeilda Tenerife ferð sína

Jóhannes Karl svarar fyrir umdeilda Tenerife ferð sína
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Knattspyrnustjórinn taldi að um grín væri að ræða þegar honum var tilkynnt um möguleg félagsskipti Messi til Parísar

Knattspyrnustjórinn taldi að um grín væri að ræða þegar honum var tilkynnt um möguleg félagsskipti Messi til Parísar
433Sport
Í gær

Sextán leikmenn frá Suður-Ameríku gætu misst af leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni

Sextán leikmenn frá Suður-Ameríku gætu misst af leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Meistaradeild kvenna: Real Madrid of sterkt fyrir Blika

Meistaradeild kvenna: Real Madrid of sterkt fyrir Blika
433Sport
Í gær

Carragher skýtur föstum skotum í átt að Keane og Neville – Sakar þá um blekkingar í beinni

Carragher skýtur föstum skotum í átt að Keane og Neville – Sakar þá um blekkingar í beinni
433Sport
Í gær

Leikmaður Bayern gæti verið á leið í eins árs fangelsi fyrir brot á nálgunarbanni í stórfurðulegu máli

Leikmaður Bayern gæti verið á leið í eins árs fangelsi fyrir brot á nálgunarbanni í stórfurðulegu máli