fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Magnað ferðalag 18 ára knattspyrnumanns: Frá flóttamannabúðum til Real Madrid – Tók mikilvæga ákvörðun eftir að kveikt var í húsi fjölskyldunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 21:30

Eduardo Camavinga (til hægri). Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 18 ára gamli Eduardo Camavinga hefur farið vel af stað með Real Madrid. Hann kom til félagsins frá Rennes í Frakklandi í lok sumars. Miðjumanninum unga hefur tekist að skora eitt mark og leggja upp annað fyrir nýja félag sitt í fyrstu fjórum leikjum sínum með því. Leið Camavinga til eins allra stærsta knattspyrnufélags heims var þó allt annað en hefðbundin.

Camavinga fæddist árið 2002 í flóttamannabúðum í Angóla. Foreldrar hans eru frá Kongó. Höfðu þau flúið Kinshasa, höfuðborg landsins.

Þegar Camavinga var tveggja ára gamall fluttist fjölskyldan til Frakklands. Ellefu ára gamall komst Camavinga að í yngri flokka starfi Rennes. Aðeins tveimur árum eftir það var kveikt í húsi fjölskyldu hans. Varð mikið tjón af. Talið er að atvikið hafi orðið til þess að Camavinga varð staðráðinn í því að ná langt á knattspyrnuvellinum.

Leikmaðurinn fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá Rennes árið 2018, þá 16 ára gamall. Fimm mánuðum síðar lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið, varð hann sá yngsti í sögu félagsins til að gera það.

Snemma á tímabilinu 2019/20 vakti Camavinga gríðarlega athygli í leik gegn Paris Saint-Germain. Hann var valinn maður leiksins og fékk 8 í einkunn hjá franska blaðinu L’Equipe. Þess skal getið að sú einkunn þykir ansi góð, komandi frá því afar gagnrýna blaði.

Mynd/Getty

Nokkur stórlið hafa sýnt Camavinga áhuga frá því hann skaust fram á sjónarsviðið. Auk Real Madrid þá voru PSG og Manchester United reglulega nefnd til sögunnar.

Leikmaðurinn var sjálfur alltaf spenntastur fyrir því að fara til Real. Félagið hafði fylgst lengi með honum. Eins og margir vita er Real Madrid í fjárhagsvandræðum. Eftir að hafa selt Martin Ödegaard til Arsenal og Raphael Varane til Manchester United, auk þess að losna við Sergio Ramos af launaskrá, gat félagið þó klófest Camavinga. Kaupverðið var um 40 milljónir evra.

Sem fyrr segir byrjar Camavinga vel hjá Real Madrid. Hann er nú þegar orðinn mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.
Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Isak sló vafasamt met

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arnór Ingvi á leið heim?

Arnór Ingvi á leið heim?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu