fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Laul Lofsyngur meðhöndlunina á máli Kolbeins

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. september 2021 09:26

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Laul einn vinsælasti íþróttafréttamaður Svíþjóðar telur að IFK Gautaborg hafi höndlað málefni Kolbeins Sigþórssonar á fagmannlegan hátt. Hann segir félagið ekki hafa haft neinn rétt á því að rifta samningi íslenska framherjans.

Uppi varð fótur og fit í Svíþjóð vegna frétta á Íslandi um fjögurra ára gamalt mál Kolbeins. Kolbeinn var árið 2017 sakaður um ofbeldi, hálfu ári síðar greiddi hann miskabætur og náði sátt í málinu. Kolbeinn hafnaði þó alltaf því að hafa beitt ofbeldi.

Meira:
KSÍ gæti þurft að greiða Kolbeini miska- og fjártjónsbætur: Neita að biðjast afsökunar

Málið komst í fréttirnar í lok ágúst og var það ástæða þess að stjórn KSÍ bannaði Kolbeini að mæta í síðustu landsleiki.

„Þeir höfðu engan lagalegan rétt til þess að rifta samningi hans, þessir atburðir áttu sér stað fyrir löngu síðan. Hann var ekki leikmaður IFK Gautaborgar á þeim tíma,“ sagði Laul í hlaðvarpsþætti í Svíþjóð í gær.

Laul segir að Gautaborg hafi ekkert annað getað gert en að styðja við bak Kolbeins.

„Félagið sem vinnuveitandi hefur sína ábyrgð og samkvæmt lögum verða þeir að styðja við Kolbein í þessari stöðu. Ég tel að Gautaborg hafi tekið virkilega vel á þessu máli Kolbeins,“ sagði Laul. Sænska félagið skoðaði málið með Kolbeini og sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni. Þar kom fram að sænska félagið styður Kolbein.

Kolbeinn er markahæsti leikmaður í sögu Íslands ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Hann er á leið í aðgerð á fæti og missir af næstu landsleikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum
433Sport
Í gær

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar