fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Greinir vítaspyrnur Árna og Pálma og birtir myndskeið – „Rýmar við kenningar Geir Jordet“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. september 2021 12:48

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Már Ólafsson einn færasti knattspyrnurýnir landsins birti í dag áhugaverð myndskeið þar sem hann greinir vítaspyrnur Árna Vilhjálmssonar og Pálma Rafns Pálmasonar frá því í gær.

Árni klikkaði á vítaspyrnu í tapi Breiðabliks gegn FH, hefðu Blikar náð jafntefli væri liðið á toppi deildarinnar fyrir síðustu umferðina. Pálmi klikkaði á vítaspyrnu fyrir KR gegn Víkingi í uppbótartíma, Pálmi hefði jafnað leikinn og komið KR í góðu stöðu um Evrópusæti. Ofan á það hefði mark Pálma orðið til þess að Breiðablik væri á toppnum.

Árni hefur verið öruggur á vítapunktinum í sumar en í gær virðist stressið hafa gert vart við sig. „Þegar við rýnum í viðbragðstíma Árna frá því að dómarinn flautar vítið á og aðhlaup hefst má sjá nokkuð sem rýmar við kenningar Geir Jordet um pressuna sem fylgir því að taka víti (hann greinir vissulega víti í vítakeppnum,“ skrifar Bjark og birtir tíma yfir hvernig Árni hefur tekið spyrnur í sumar.

Víti Árna í sumar eru 6:
– Valur í 12. umferð. Viðbragðstími: 1,52 sek
– FH í 13. – 1,32 sek
– Aberdeen í UCL – 1,20 sek
– ÍA í 17. – 1,48 sek
– Valur í 20. – 0,92 sek
– FH í 21. – 0,76 sek

„Pressan í síðustu tveimur vítunum gríðarleg og viðbragðstíminn minnkar eftir því. Þegar allt er undir – Þá borgar sig að draga inn andann djúpt, og fara af stað eftir að þú andar út.. Sem gerist ekki eftir 0,76 sekúndur,“ skrifar Bjarki.

„Árni sagðist ekki finna fyrir pressu í viðtali við fotbolta.net eftir Valsleikinn. Sem ég dreg í efa..,“ segir Bjarki einnig.

Hann birtir svo myndskeið af vítum Árna.

Pálmi Rafn Pálmason:

Pálmi Rafn hefur hingað til verið öruggt skytta en hann velur sér alltaf sama hornið. „Hvert ætli Pálmi setji hann? Síðustu 7 víti gætu gefið hugmynd um það,“ skrifar Bjarki og birtir myndskeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld