fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Heimir Guðjónsson verður þjálfari Vals á næstu leiktíð – „Það er 100 prósent“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. september 2021 09:32

Heimir Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Þetta staðfestir Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals í samtali við 433.is í dag.

Miklar vangaveltur hafa verið í kringum framtíð Heimis eftir slakt gengi í deildinni undanfarið. Sögurnar fóru svo á flug eftir að Valur tapaði gegn Vestra í bikarnum í vikunni.

„Það verða engar breytingar, það er 100 prósent,“ sagði Börkur Edvardsson í stuttu samtali við 433.is í dag.

Heimir er að klára sitt annað tímabil sem þjálfari Vals og verður áfram í starfi á næstu leiktíð. Heimir er sigursælasti þjálfari Íslands í seinni tíð.

Heimir stýrði FH um langt skeið en yfirgaf félagið árið 2017 og hélt þá til Færeyja í tvö ár þar sem hann varð meðal annars meistari sem þjálfari HB.

Heimir tók svo við Val fyrir tæpum tveimur árum og gerði Val að Íslandsmeistara árið 2020 en gengi sumarsins hefur verið vonbrigði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Í gær

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Í gær

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi