fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
433Sport

Dortmund vill leikmann Chelsea í stað Haaland

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 18:00

Timo Werner fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Timo Werner, sóknarmaður Chelsea, er einn af þeim leikmönnum sem Borussia Dortmund sér sem hugsanlegan arftaka Erling Braut Haaland þegar sá norski yfirgefur félagið. Þetta kemur fram í frétt Bild. 

Haaland, sem er 21 árs gamall, getur farið frá Dortmund fyrir 68 milljónir punda næsta sumar vegna klásúlu í samningi hans. Framherjinn hefur farið á kostum með Dortmund frá komu sinni frá Salzburg í janúar 2020. Hann mun því án efa vera á óskalista stærstu félaga Evrópu næsta sumar.

Fari Haaland, sem verður að teljast líklegt, þarf Dortmund að finna arftaka hans. Þar gæti hinn 25 ára gamli Werner verið lausnin.

Sá þýski hefur verið í vandræðum þegar kemur að markaskorun hjá Chelsea frá því hann kom til liðsins í fyrra.

Fyrir komuna til Englands lék hann hins vegar með RB Leipzig í Þýskalandi. Þar skoraði hann 95 mörk í 159 leikjum. Hann er því búinn að sanna sig sem markaskorari í Bundesligunni, eitthvað sem gæti heillað Dortmund.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Ævintýri í Breiðholti – Birgir ræðir tímamótasamning

Horfðu á sjónvarpsþátt 433: Ævintýri í Breiðholti – Birgir ræðir tímamótasamning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Ronaldo hefur aldrei átt jafn mikið skilið að vinna gullboltann og í ár“

„Ronaldo hefur aldrei átt jafn mikið skilið að vinna gullboltann og í ár“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leiknismenn horfa til Hannesar – ,,Væri mjög heimskulegt ef við myndum ekki tékka á besta markmanni landsins“

Leiknismenn horfa til Hannesar – ,,Væri mjög heimskulegt ef við myndum ekki tékka á besta markmanni landsins“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Aron Jó fer til Vals – Hafnaði fjölda liða

Aron Jó fer til Vals – Hafnaði fjölda liða