fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Dortmund vill leikmann Chelsea í stað Haaland

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 18:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Timo Werner, sóknarmaður Chelsea, er einn af þeim leikmönnum sem Borussia Dortmund sér sem hugsanlegan arftaka Erling Braut Haaland þegar sá norski yfirgefur félagið. Þetta kemur fram í frétt Bild. 

Haaland, sem er 21 árs gamall, getur farið frá Dortmund fyrir 68 milljónir punda næsta sumar vegna klásúlu í samningi hans. Framherjinn hefur farið á kostum með Dortmund frá komu sinni frá Salzburg í janúar 2020. Hann mun því án efa vera á óskalista stærstu félaga Evrópu næsta sumar.

Fari Haaland, sem verður að teljast líklegt, þarf Dortmund að finna arftaka hans. Þar gæti hinn 25 ára gamli Werner verið lausnin.

Sá þýski hefur verið í vandræðum þegar kemur að markaskorun hjá Chelsea frá því hann kom til liðsins í fyrra.

Fyrir komuna til Englands lék hann hins vegar með RB Leipzig í Þýskalandi. Þar skoraði hann 95 mörk í 159 leikjum. Hann er því búinn að sanna sig sem markaskorari í Bundesligunni, eitthvað sem gæti heillað Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Í gær

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu