fbpx
Föstudagur 24.september 2021
433Sport

Ræða Ronaldo vekur athygli – Þetta er krafan sem hann gerir á liðsfélaga sína

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 08:43

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hélt ræðu fyrir liðsfélaga sína í Manchester United á föstudag, hann krafðist þess að þeir myndu fórna öllu.

Ensk blöð fjalla um málið en þar segir að Ronaldo hafi kveikt vel í liðsfélögum sínum með ræðunni fyrir leikinn gegn Newcastle. Ronaldo skoraði tvö í endurkomu sinni í 4-1 sigri.

Fyrir leikinn ræddi Ronaldo um endurkomu sína, hann tjáði leikmönnum að hann væri ekki bara mættur til að vinna titla heldur til að skilja eftir sig arfleið. Hann ætlar að skilja eftir sig hugarfar sigurvegarans í ungum leikmönnum félagsins.

„Ræða Ronaldo kveikti í mönnum, það hlustuðu allir. Bæði þjálfarar og leikmenn,“ segir heimildarmaður enskra blaða.

„Hann sagðist vera mættur aftur til United og ástæðurnar væru tvær. Hann sagðist elska félagið í fyrsta lagi, hin ástæðan var sú að hann sagðist elskar hugarfar sigurvegarans sem ætti að vera í herbúðum United´,“ er haft eftir Ronaldo.

„´Ég er ekki mættur til að vera klappstýra, ef þið viljið ná árangri þá verðið þið að elska félagið. Þið verðið að borða, sofa og berjast fyrir þetta félag. Hvort sem þú spilar eða spilar ekki, þú þarft að styðja liðsfélaga sína og alltaf gefa 100 prósent´,“ á Ronaldo einnig að hafa sagt.

„´Ég er hér til að vinna og ekkert annað, að sigra veitir okkur gleði. Ég vil vera glaður en þið?´.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Rosalegir leikir á Íslandi og Englandi

Langskotið og dauðafærið – Rosalegir leikir á Íslandi og Englandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slæmt tap gegn Finnum ytra

Slæmt tap gegn Finnum ytra
433Sport
Í gær

Nýr bíll Ronaldo vekur mikla athygli – Tveir lífverðir í humátt á eftir

Nýr bíll Ronaldo vekur mikla athygli – Tveir lífverðir í humátt á eftir
433Sport
Í gær

Barcelona skoðar að reka Koeman – Klopp á blaði

Barcelona skoðar að reka Koeman – Klopp á blaði
433Sport
Í gær

Ligue 1: Hakimi hetja PSG í kvöld – Sigurmark í uppbótartíma

Ligue 1: Hakimi hetja PSG í kvöld – Sigurmark í uppbótartíma
433Sport
Í gær

Enski deildabikarinn: Moyes henti Man Utd úr leik – Arsenal, Chelsea og Tottenham áfram

Enski deildabikarinn: Moyes henti Man Utd úr leik – Arsenal, Chelsea og Tottenham áfram
433Sport
Í gær

Juventus kom til baka og vann sinn fyrsta leik

Juventus kom til baka og vann sinn fyrsta leik
433Sport
Í gær

Katarskt félag staðfestir komu James

Katarskt félag staðfestir komu James