fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max deild karla: FH rúllaði yfir Stjörnuna

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 13. september 2021 21:08

© 365 ehf / Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan tók á móti FH á Samsungvellinum í Pepsi Max deild karla. Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri FH.

Baldur Logi Guðlaugsson kom FH yfir á 19. mínútu leiksins og Matthías Vilhjálmsson tvöfaldaði forystu gestanna tæpum stundarfjórðungi síðar. Stuttu síðar fékk Eggert Aron Guðmundsson að líta beint rautt spjald fyrir glæfralega tæklingu.

Gunnar Nielsen fékk einnig beint rautt spjald fyrir brot þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og því var aftur jafnt í liðum. Jónatan Ingi Jónsson skoraði svo þriðja mark FH á 65. mínútu og Matthías Vilhjálmsson gulltrygði sigurinn með fjórða markinu undir lok leiks.

Stjarnan 0 – 4 FH
0-1 Baldur Logi Guðlaugsson (´19)
0-2 Matthías Vilhjálmsson (´35)
0-3 Jónatan Ingi Jónsson (´65)
0-4 Matthías Vilhjálmsson (´82)
Eggert Aron Guðmundsson, rautt spjald (´40)
Gunnar Nielsen, rautt spjald (´56)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp