fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Telur að Lukaku muni skora fleiri mörk en Ronaldo

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 11. september 2021 11:15

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darren Bent, fyrrum enskur landsliðsmaður, telur að Romelu Lukaku muni skora fleiri mörk en Cristiano Ronaldo, sem skrifaði nýverið undir hjá Manchester United, í ensku deildinni í vetur.

„Á þessu tímabili tel ég að Lukaku muni skora fleiri mörk. Þegar þú lítur á Chelsea og mörkin sem liðið skorar þá held ég að mörg þeirra muni koma í gegnum Lukaku,“ sagði Bent á talkSPORT.

„Við vitum hversu góður Ronaldo er en Mason Greenwood mun einnig skora ásamt Fernandes, Cavani og Rashford þegar hann kemur til baka.“

„Hugsanlega mun Ronaldo ekki byrja alla leiki því það er mikið leikjaálag. Ef Lukaku er leikfær, þá mun hann spila.“

„Ég er ekki að segja að Ronaldo muni ekki skora, hann mun alltaf gera það en ég held að Lukaku endi með fleiri. Hann er nú þegar 1-0 yfir!,“ sagði Bent að lokum við talkSPORT.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“