fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Kristján Óli las yfir Grindvíkingum – ,,Þetta er bara búið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 22:00

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík hefur ollið miklum vonbrigðum í Lengjudeild karla undanfarið. Liðið hefur nú ekki unnið í átta leikjum í röð. Nú er svo gott sem öll von úti um að keppa um sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

,,Það eru búin að vera alvöru vonbrigði hjá Grindvíkingum undanfarið, búið að kosta miklu til þarna. Þeir eru ekki í einni einustu baráttu um að fara upp,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í Markaþætti Lengjudeildarinnar. Þátturinn var sýndur á Hringbraut í kvöld.

Kristján hélt áfram og benti til að mynda á að skarðið sem Gunnar Þorsteinsson skildi eftir sig kynni að hafa verið stærra en var haldið. Gunnar hélt til Bandaríkjanna í nám í vetur eftir að hafa verið fyrirliði Grindavíkur undanfarin ár.

,,Þetta er bara búið. Þeir sækja Dion Acoff, sem var Íslandsmeistari með Val. Frábær leikmaður þegar hann er heill en hann virðist bara aldrei vera heill. Þeir eru búnir að tjalda miklu til, með nokkra útlendinga. (Þeir) misstu náttúrulega fyrirliðann frá því í fyrra, Gunna Þorsteins. Það er kannski stærra skarð en menn halda.“

Grindavík er í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar með 20 stig þegar sjö leikir eru eftir af mótinu. 12 stig eru upp í annað sætið, sem veitir þáttökurétt í Pepsi Max-deildinni. Það er því nokkuð ljóst að Grindvíkingar leika ekki þar á næsta ári.

,,Grindavík, það er krafan þar að vera í efstu deild en þeir eru svolítið frá því,“ sagði Kristján að lokum.

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Grindavík, sem og Markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona