fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Átta mörk á Selfossi – Þróttur vann Þór/KA

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 20:08

Magdalena Anna Reimus gerði tvö mörk fyrir Selfoss. Mynd: Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

Selfoss 6-2 ÍBV

Selfoss vann stórsigur á ÍBV á heimavelli sínum.

Heimastúlkur voru 3-0 yfir í hálfleik eftir mörk frá Kristrúnu Rut Antonsdóttur, Brenna Lovera og Þóru Jónsdóttur.

Caity Heap gerði fjórða mark Selfyssinga eftir klukkutíma leik. Stuttu síðar minnkaði Þóra Björg Stefánsdóttir muninn fyrir Eyjakonur með marki af vítapunktinum.

Viktorija Zaicikova lagaði stöðuna enn frekar fyrir gestina stuttu síðar. 4-2.

Magdalena Anna Reimus gerði hins vegar tvö mörk fyrir heimakonur á síðustu tíu mínútum leiksins. Lokatölur 6-2.

Selfoss er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig eftir sextán leiki.

ÍBV er í sjöunda sæti með 16 stig. Liðið hefur leikið leik minna en Selfoss.

Þróttur Reykjavík 1-0 Þór/KA

Þróttur vann sigur á Þór/KA. Leikið var í Laugardalnum.

Dani Rhodes gerði eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Þróttur er í þriðja sæti með 25 stig, 6 stigum á eftir Breiðabliki, eftir 15 leiki.

Þór/KA er í sjötta sæti með 16 stig, 6 stigum fyrir ofan fallstæti. Fylkir, sem er þar eins og er, á þó tvo leiki til góða á Akureyringa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar