fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Bjarni Guðjónsson snýr aftur til KR – Nú sem framkvæmdastjóri

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 13:33

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins. Bjarni kemur til KR frá sænska félaginu IFK Norrköping, þar sem hann starfaði sem aðalþjálfari U19-liðs félagsins undanfarin misseri.

Áður var Bjarni aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR í knattspyrnu. Bjarni lét af störfum hjá KR í febrúar en snýr nú aftur.

„Við erum mjög ánægð með að geta boðið Bjarna velkominn til KR á ný. Bjarni hefur bæði gegnt hlutverki leikmanns og þjálfara hjá KR við góðan orðstír. Nú höfum við falið Bjarna annað hlutverk, að annast rekstur og leiða uppbyggingu okkar sögufræga félags. Við teljum Bjarna vel til þess fallinn, en sem framkvæmdastjóri nýtist menntun hans og reynslan sem hann hefur öðlast bæði innan félagsins og utan,“ segir Lúðvík S. Georgsson, formaður KR.

Bjarni er með BSc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og þjálfararéttindi frá UEFA. Bjarni mun hefja störf þann 1. september næstkomandi, en hann tekur við starfi framkvæmdastjóra af Jónasi Kristinssyni, sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra KR um árabil

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við