fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Sterkur sigur Gróttu í Eyjum – Þór fór illa með Þrótt

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir hafa farið fram það sem af er kvöldi í 11. umferð Lengjudeildar karla.

Þægilegt hjá Þór gegn Þrótti

Þór tók á móti Þrótti Reykjavík og vann öruggan sigur.

Fannar Daði Malmquist Gíslason kom heimamönnum yfir á 21. mínútu. Kairo Edwards-John jafnaði fyrir Þrótt skömmu síðar.

Fannar Daði kom Þór aftur yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Staðan var 2-1 í leikhléi.

Heimamenn fengu víti í upphafi seinni hálfleiks. Ólafur Aron Pétursson fór á punktinn og skoraði. Ásgeir Marínó Balvinsson gerði svo út um leikinn með fjórða marki Þórs á 62. mínútu.

Jóhann Helgi Hannesson átti svo eftir að bæta einu marki við fyrir Þórsara. Lokatölur 5-1.

Þór er í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þróttur er í ellefta sæti, fallsæti, með 7 stig.

Óvæntur sigur Gróttu í Eyjum

Grótta heimsótti ÍBV og vann mjög sterkan sigur.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik þar sem Eyjamenn gátu þó nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki skorað.

Axel Sigurðarson skoraði sigurmark Gróttu á 54. mínútu. Eyjamenn náðu ekki upp takti eftir markið. Lokatölur 0-1.

ÍBV er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig. Grótta er í áttunda sæti með 14 stig. Liðið sleit sig aðeins frá fallsvæðinu með sigrinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“