fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
433Sport

Mourinho hjólar í vinsælan tölvuleik – ,,Vaka allar nætur til að spila þetta drasl“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho er ekki hrifinn af því ef knattspyrnumenn eyða miklum tíma í tölvuleikinn vinsæla, Fortnite.

Portúgalski knattspyrnustjórinn er nýtekinn við stjórn hjá AS Roma í ítalska boltanum.

Hann fór í viðtal við Youtube-síðu félagsins. Þar tjáði hann sig meðal annars um það þegar atvinnumenn í knattspyrnu spila tölvuleiki.

,,Fortnite? Það er martröð. Knattspyrnumenn vaka allar nætur til að spila þetta drasl og eiga svo leik daginn eftir,“ sagði Mourinho.

Roma hafnaði í sjöunda sæti ítölsku Serie A á síðustu leiktíð. Mourinho mun reyna að koma liðinu aftur í baráttuna um sætin í Meistaradeild Evrópu.

Það er spurnig hvort tölvuleikjanotkun leikmanna sé eitt af því sem hann þarf að skoða til að ná því besta út úr þeim á næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Keflavík í undanúrslit – Framlengt í Árbænum

Mjólkurbikar karla: Keflavík í undanúrslit – Framlengt í Árbænum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Verðskuldaður sigur Liverpool – Messi, Mbappe og Neymar tókst ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeild Evrópu: Verðskuldaður sigur Liverpool – Messi, Mbappe og Neymar tókst ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Í gær

Búið að breyta leiktímanum á leik FH og Breiðabliks

Búið að breyta leiktímanum á leik FH og Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þorsteinn rifjar upp daginn sem Ásgeir El lést: „Þarna hélt hver utan um annan og vorum að gráta og syrgja“

Þorsteinn rifjar upp daginn sem Ásgeir El lést: „Þarna hélt hver utan um annan og vorum að gráta og syrgja“
433Sport
Í gær

Krísa í Hlíðunum: „Ferskir ungir og graðir karlar á móti gömlum körlum“

Krísa í Hlíðunum: „Ferskir ungir og graðir karlar á móti gömlum körlum“
433Sport
Í gær

Ótrúleg spenna: Þrjú lið geta orðið meistari – Sex geta fallið

Ótrúleg spenna: Þrjú lið geta orðið meistari – Sex geta fallið