fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Manchester City býður himinnháa upphæð í Grealish

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 13:17

Jack Grealish.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur boðið 100 milljónir punda í Jack Grealish, stjörnuleikmann Aston Villa. Þetta kemur fram á Telegraph.

Grealish hefur verið orðaður við Englandsmeistaranna í sumar. Nú er að færast alvara í hlutina.

Hjá Villa hafa menn hingað til verið mjög harðir á að halda leikmanninum hjá sér. Þó greindi Guardian frá því í morgun að erfitt væri fyrir félagið að halda honum ef Grealish sjálfur óskar eftir því að fá að fara til City.

Ásamt Grealish er stjörnuframherji Tottenham, Harry Kane, áfram á óskalista Man City.

Kane er sjálfur talinn tilbúinn til þess að yfirgefa Tottenham. Hann er jafnframt spenntur fyrir því að leika fyrir Man City.

Englandsmeistararnir hafa þegar boðið einu sinni í Kane í sumar. 100 milljóna punda tilboði þeirra var hafnað af Tottenham.

Það er ljóst að lið Man City yrði svakalega erfitt við að eiga næsta vetur ef bæði Kane og Grealish koma til félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Loksins klár í að spila 90 mínútur

Loksins klár í að spila 90 mínútur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að Glasner muni kveðja 2026

Segir að Glasner muni kveðja 2026
433Sport
Í gær

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Í gær

Gerrard til í að hjálpa Liverpool

Gerrard til í að hjálpa Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum