fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
433Sport

Minamino skoraði eftir hælsendingu frá Salah – sjáðu markið

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japaninn Takumi Minamino skoraði frábært mark fyrir Liverpool í æfingaleik gegn Hertha Berlin í kvöld. Hertha Berlin vann leikinn 4-3 en þeir Santiago Ascacibar, Suat Serdar og Stevan Jovetic skoruðu fyrir lið Hertha Berlin. Sadio Mané, Minamino og Oxlade-Chamberlain skoruðu fyrir Liverpool.

Minamino jafnaði metin í 2-2 á 43. mínútu eftir að Naby Keita vann boltann á miðsvæðinu og gaf á Mo Salah sem gaf frábæra hælsendingu á Minamino sem afgreiddi boltann örugglega í netið.

Þeir Joe Gomez og Virgil van Dijk komu saman inn á fyrir Liverpool á 69. mínútu en miðverðirnir hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Þeim tókst ekki að koma í veg fyrir fjórða mark Hertha Berlin í leiknum en stuðningsmenn Liverpool verða fegnir að sjá turnana tvo aftur í liðinu.

Mark Minamino má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Víkingur getur enn varið titilinn eftir sigur í framlengdum leik

Mjólkurbikar karla: Víkingur getur enn varið titilinn eftir sigur í framlengdum leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjudeild karla: Fáránlegar tölur er Grótta burstaði Aftureldingu – Pétur Theódór skoraði fjögur í fyrri hálfleik

Lengjudeild karla: Fáránlegar tölur er Grótta burstaði Aftureldingu – Pétur Theódór skoraði fjögur í fyrri hálfleik
433Sport
Í gær

Útilokað að Heimir snúi aftur til Eyja í vetur

Útilokað að Heimir snúi aftur til Eyja í vetur
433Sport
Í gær

Neyðarfundur í Katalóníu fram eftir nóttu

Neyðarfundur í Katalóníu fram eftir nóttu