fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Minamino skoraði eftir hælsendingu frá Salah – sjáðu markið

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japaninn Takumi Minamino skoraði frábært mark fyrir Liverpool í æfingaleik gegn Hertha Berlin í kvöld. Hertha Berlin vann leikinn 4-3 en þeir Santiago Ascacibar, Suat Serdar og Stevan Jovetic skoruðu fyrir lið Hertha Berlin. Sadio Mané, Minamino og Oxlade-Chamberlain skoruðu fyrir Liverpool.

Minamino jafnaði metin í 2-2 á 43. mínútu eftir að Naby Keita vann boltann á miðsvæðinu og gaf á Mo Salah sem gaf frábæra hælsendingu á Minamino sem afgreiddi boltann örugglega í netið.

Þeir Joe Gomez og Virgil van Dijk komu saman inn á fyrir Liverpool á 69. mínútu en miðverðirnir hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Þeim tókst ekki að koma í veg fyrir fjórða mark Hertha Berlin í leiknum en stuðningsmenn Liverpool verða fegnir að sjá turnana tvo aftur í liðinu.

Mark Minamino má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins