fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Sambandsdeildin: Töp hjá íslensku liðunum

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 20:54

Óli Kalli í leik með FH.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur og FH biðu ósigra í fyrri leikjum liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Valur tapaði 0-3 fyrir norsku meisturunum í Bodö/Glimt á Hlíðarenda. Ulrik Saltnes kom Norðmönnunum yfir á 40. mínútu og Patrick Berg bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik á 51. og 55. mínútu. 0-3 sigur Bodö niðurstaða.

FH tapaði 0-2 fyrir Rosenberg á Kaplakrika. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik en það voru þeir Carlo Holse og Dino Islamovic sem skoruðu á 61. og 71. mínútu.

Erfitt kvöld í Evrópu fyrir íslensku liðin en góð úrslit fyrir íslensku landsliðsmennina Alfons Sampsted og Hólmar Örn Eyjólfsson sem léku allan leikina í liðum Bodö/Glimt og Rosenborg.

Ljóst er að Valur og FH þurfa á einhvers konar kraftaverki að halda í seinni leikjum liðanna en þeir fara fram á fimmtudaginn næstkomandi.

Lokatölur:

Valur 0 – 3 Bodö/Glimt
0-1  Ulrik Saltnes (‘40)
0-2 Patrick Berg (’51 víti )
0-3 Patrick Berg (’55 )

FH 0– 2 Rosenborg
0-1 Carlo Holse (‘61)
0-2 Dino Islamovic (’71)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“