fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Er ekki hrifinn af stöðunni í Grindavík – ,,Mjög dapurt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 12:00

Sigurbjörn Hreiðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spilamennska Grindavíkur var til umræðu í markaþætti Lengjudeildarinnar á mánudag. Liðið hefur gert fimm jafntefli í röð og hafa dýrmæt stig farið í súginn í toppbaráttunni.

,,Það er mjög dapurt,“ sagði Hrafnkell Freyr ágústsson, sérfræðingur þáttarins, um þá staðreynd að Grindavík hafi gert fimm jafntefli í röð.

Hrafnkell hélt áfram og gagnrýndi margt í spilamennsku liðsins.

,,Maður hefur séð fullt af leikjum hjá Gridavík í sumar. Það sem mér finnst vera vandamálið þeirra er að spilið þeirra er of hægt og boltinn rúllar ekki hratt manna á milli inni á miðjunni. Það er lítið tempó í þessu. Þeir þurfa að vera betri í að koma honum út á Dion og Odd Inga þegar hann kemur til baka, búa til einn á einn stöður fyrir þá og bara fylla teiginn.“

Grindvíkingar eru þó enn vel með í toppbaráttu Lengjudeildarinnar. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig, 3 stigum frá ÍBV í öðru sætinu. Öll lið hafa leikið tólf leiki.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Grindavík sem og markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Í gær

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur