fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Er ekki hrifinn af stöðunni í Grindavík – ,,Mjög dapurt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 12:00

Sigurbjörn Hreiðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spilamennska Grindavíkur var til umræðu í markaþætti Lengjudeildarinnar á mánudag. Liðið hefur gert fimm jafntefli í röð og hafa dýrmæt stig farið í súginn í toppbaráttunni.

,,Það er mjög dapurt,“ sagði Hrafnkell Freyr ágústsson, sérfræðingur þáttarins, um þá staðreynd að Grindavík hafi gert fimm jafntefli í röð.

Hrafnkell hélt áfram og gagnrýndi margt í spilamennsku liðsins.

,,Maður hefur séð fullt af leikjum hjá Gridavík í sumar. Það sem mér finnst vera vandamálið þeirra er að spilið þeirra er of hægt og boltinn rúllar ekki hratt manna á milli inni á miðjunni. Það er lítið tempó í þessu. Þeir þurfa að vera betri í að koma honum út á Dion og Odd Inga þegar hann kemur til baka, búa til einn á einn stöður fyrir þá og bara fylla teiginn.“

Grindvíkingar eru þó enn vel með í toppbaráttu Lengjudeildarinnar. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig, 3 stigum frá ÍBV í öðru sætinu. Öll lið hafa leikið tólf leiki.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Grindavík sem og markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye