fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
433Sport

Trippier kjaftar í vini sína – Vill fara til United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. júní 2021 09:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kieran Trippier hefur tjáð leikmönnum enska landsliðsins að hann vilji ganga í raðir Manchester United í sumar. Frá þessu segja ensk blöð.

Samkvæmt The Athletic er Trippier, hægri bakvörður Atletico Madrid, farinn að skoða húsnæði nálægt Old Trafford í Manchester. Manchester United er sagt vilja fá inn bakvörð til þess að veita Aaron Wan-Bissaka samkeppni.

Trippier, sem er þrítugur, hefur staðið sig vel á Spáni og leikið 68 leiki með Atletico. Hann varð spænskur meistari með liðinu á dögunum. Hann er hluti af enska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið á næstu dögum. Sjálfur hefur leikmaðurinn áhuga á að fara aftur til Englands. Hann lék með Tottenham þar til hann fór til Atletico árið 2019.

Man Utd gæti fengið leikmanninn fyrir um 10 milljónir punda. Atletico vill fá pening í kassann vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á félagið.

Trippier hefur ekki farið í felur með áhuga sinn á að ganga í raðir United en hann ólst upp við að styðja félagið.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Brandon má fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Freyr tekur við Lyngby
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harkaleg mótmæli verða til þess að þetta verður ekki næsti stjóri Gylfa

Harkaleg mótmæli verða til þess að þetta verður ekki næsti stjóri Gylfa
433Sport
Í gær

Staðfesta að búið sé að segja Loga upp störfum

Staðfesta að búið sé að segja Loga upp störfum
433Sport
Í gær

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni