fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
433Sport

Nennir ekki einu sinni að tala við konuna sína í fimm mínútur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United var harður í horn að taka á ITV í gær þegar hann ræddi um Masoun Mount og Ben Chilwell leikmenn enska landsliðsins sem nú eru í sóttkví.

Leikmennirnir tveir voru sendir í sóttkví út vikuna eftir að hafa spjallað við Billy Gilmour eftir leik Englands og Skotlands um síðustu helgi.

Leikmennirnir eru allir samherjar hjá Chelsea en Gilmour greindist með COVID-19 veiruna á mánudag. „Það eina sem ég vil gagnrýna er að hverju ertu að tala við andstæðing þinn í 20 mínútur,“ sagði Keane.

„Mér er alveg sama þó þetta sé liðsfélagi eða ekki, í meira en 20 mínútur? Ég tala yfirleitt ekki við neinn í meira en fimm mínútur. Eftir leik þar sem það var stríð, af hverju nennir þú að tala við einhvern svona lengi“

„Þeir hefðu getað verið ögn skynsamari, ég nenni yfirleitt ekki að tala við neinn í meira en fimm mínútur.“

Mark Pougatch stjórnandi þáttarins sagði þá. „Ég vona að eiginkona þín fái nú meira en fimm mínútur.“

Keane var fljótur til svars. „Nei, aldrei,“ sagði Keane og uppskar hlátur á meðal þeirra sem voru með honum í þættinum en hann brosti ekki og var fúlasta alvara.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt

Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig

Myndir: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fallegt framtak í Rúmeníu – Þakka stuðningsmönnum með því að setja nöfn þeirra á búninginn

Fallegt framtak í Rúmeníu – Þakka stuðningsmönnum með því að setja nöfn þeirra á búninginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Lennon sá um Skagamenn – Dýrmæt stig KA

Pepsi Max-deild karla: Lennon sá um Skagamenn – Dýrmæt stig KA