fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Breiðablik rúllaði yfir Selfoss – Fylkir vann Þrótt

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 22:09

Agla María skoraði þrennu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í Pepsi Max-deild kvenna.

Breiðablik burstaði Selfoss í stórleiknum

Selfoss tók á móti Breiðabliki fyrir sunnan og tapaði stórt.

Agla María Albertsdóttir kom Blikum yfir á 10. mínútu leiksins. Taylor Marie Ziemer tvöfaldaði forystu þeirra hálftíma síðar.

Undir lok leiks bættu gestirnir við tveimur mörkum. Karitas Tómasdóttir skoraði fyrst á 87. mínútu. Birta Georgsdóttir skoraði svo fjórða markið í uppbótartíma. Lokatölur 0-4.

Breiðablik er komið á topp deildarinnar með 15 stig. Selfoss er í þriðja sæti með 13 stig.

Fylkir vann Þrótt í Laugardalnum

Þróttur tók á móti Fylki í Laugardalnum. Gestirnir fóru heim með öll stigin.

Shaelan Brown kom heimakonum yfir á 5. mínútu. Bryndís Arna Níelsdóttir jafnaði fyrir Fylki á 13. mínútu.

Skömmu fyrir leikhlé kom Þórdís Elva Ágústsdóttir gestunum yfir.

Bryndís gerði sitt annað mark á 55. mínútu. Jelena Tinna Kujundzic, leikmaður Þróttar, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark um miðjan seinni hálfleikinn.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Þrótt með marki í blálokin. Lokatölur 2-4.

Fylkir er í áttunda sæti með 8 stig. Þróttur er í því fimmta með 9 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum