fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Maguire segist vera meiðslalaus og tilbúinn í slaginn

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 17:10

Harry Maguire

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire telur sig vera tilbúinn að byrja næsta leik Englendinga gegn Skotum á Wembley. Hann hefur ekki spilað leik síðan hann meiddist á ökkla gegn Aston Villa 9. maí síðastliðinn og hefur aðeins tekið þátt í sex æfingum með landsliðinu.

„Mér líður vel og ég þrái að byrja leikinn,“ sagði Maguire.

„Hvað varðar ökklann, þá líður mér eins og hann sé í lagi. Ég er í góðu standi og ferskur. Ég hef tekið þátt í nokkrum æfingum og er kominn í form. Ég er tilbúinn í leikinn.“

Maguire hefur komið þjálfara- og læknateymi Englendinga á óvart með forminu sínu eftir nokkrar vikur á hliðarlínunni. Það myndi þó koma á óvart ef Gareth Southgate myndi láta hann byrja leikinn gegn Skotum.

Tyrone Mings og John Stones mynduðu flott varnarpar á sunnudag í 1-0 sigri gegn Króatíu og telja enskir fjölmiðlar að þeir fái traustið aftur gegn Skotum á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir frá kvíða sem gerði henni lífið leitt – Var föst á baðherbergisgólfinu og fór að missa hárið

Segir frá kvíða sem gerði henni lífið leitt – Var föst á baðherbergisgólfinu og fór að missa hárið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar