fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Bitsjúkir fótboltamenn sem hafa mætt svangir á völlinn

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leik Þýskalands og Frakklands sem fór fram í gær vakti það athygli þegar Antonio Rudiger, miðvörður Þýskalands, virtist narta í öxlina á Paul Pogba, miðjumanni Frakka.

Pogba gerði lítið úr atvikinu eftir leik en staðfesti þó að Rudiger hafi bitið hann í öxlina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður mætir svangur til leiks og ætlar að borða annan leikmann.

Jermaine Defoe

Árið 2006 spilaði enski framherjinn Jermaine Defoe fyrir Tottenham Hotspur og var kappinn ekki sáttur með tæklingu sem Javier Mascherano, þá leikmaður West Ham, henti sér í. Defoe skreið í átt að Mascherano og beit hann í öxlina. Báðir enduðu með gult spjald, Mascherano fyrir tæklinguna og Defoe fyrir bitið.

Luis Suarez

Suarez er líklegast sá bitvargur sem hefur oftast ætlað að svala blóðþorsta sínum í leik því hann hefur þrisvar gerst sekur um að bíta leikmenn. Fyrsta atvikið átti sér stað árið 2010 þegar hann spilaði hjá Ajax og beit Otman Bakkal, leikmann PSV. Suarez baðst afsökunar á Facebook-síðu sinni en var að lokum dæmdur í sjö leikja bann.

Annað bitið átti sér stað árið 2013 þegar Branislav Ivanovic þurfti að finna fyrir bitkrafti Úrúgvæjans. Atvikið átti sér stað í stórleik Liverpool og Chelsea og var framherjinn knái sendur í 10 leikja bann í skammarkróknum.

Það var síðan á Heimsmeistaramótinu árið 2014 þegar Suarez beit í þriðja skiptið og nú var það Giorgio Chiellini sem hann beit. Á meðan hann hljóp inn í teig Ítala læsti hann tönnum sínum um öxl Chiellini sem var alls ekki sáttur með þetta uppátæki Suarez. Fyrir þetta þriðja bit sitt fékk hann níu leikja landsleikjabann og mátti ekki koma nálægt fótboltahreyfingunni í fjóra mánuði.

Fransisco Gallardo

Furðulegasta bitið á þó Fransisco Gallardo en hann beit í kynfæri liðsfélaga síns þegar þeir voru að fagna marki. Mönnum er oft heitt í hamsi eftir að lið þeirra skorar mark en sjaldan verða menn svona spenntir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla