fbpx
Sunnudagur 01.ágúst 2021
433Sport

Óvænt skref til Englands í vændum hjá Marcelo? – Orðaður við tvö lið

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 16:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo er óvænt orðaður við Everton og Leeds á vef Mirror í dag.

Talið er líklegt að hinn 33 ára gamli Marcelo verði seldur frá Real Madrid í sumar. Carlo Ancelotti tók nýverið við liðinu og er bakvörðurinn ekki í plönum hans. Einhver lið gætu því freistað þess að sækja hann.

Marcelo á eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid. Hann gæti því verið fáanlegur fyrir sanngjarna upphæð.

Þessi reynslumikli bakvörður hefur unnið allt galleríið af titlum í höfuðborg Spánar. Hann kæmi með dýrmæta reynslu inn í öll lið.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson leikur auðvitað fyrir Everton. Hann gæti því orðið samherji Marcelo á næstu leiktíð, ef marka má frétt Mirror. 

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Man Utd fá jákvæðar fréttir

Stuðningsmenn Man Utd fá jákvæðar fréttir
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Rómantískt frí knattspyrnustjörnu og kærustunnar á Maldíveyjum – Bað hennar á ströndinni

Sjáðu myndirnar: Rómantískt frí knattspyrnustjörnu og kærustunnar á Maldíveyjum – Bað hennar á ströndinni
433Sport
Í gær

Lið Freys með fullt hús – Spiluðu manni færri í restina

Lið Freys með fullt hús – Spiluðu manni færri í restina
433Sport
Í gær

Pepsi Max-deild kvenna: Valur vann öruggan sigur – Fylkir í tómum vandræðum

Pepsi Max-deild kvenna: Valur vann öruggan sigur – Fylkir í tómum vandræðum