fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Starf Eiðs Smára hangir á bláþræði vegna myndbands sem er í umferð

Heimir Hannesson
Laugardaginn 12. júní 2021 11:41

mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndskeið af Eiði Smára Guðjohnsen aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins sem tekið var í miðborg Reykjavíkur í fyrrakvöld hefur farið manna á milli á samfélagsmiðlum í gær og í dag. Á myndbandinu sést Eiður Smári kasta af sér þvagi á Ingólfstorgi í miðborg Reykjavíkur. Morgunblaðið segir frá málinu á vef sínum í dag.

Málið er til skoðunar hjá Knattspyrnusambandi Íslands samkvæmt vef Morgunblaðsins og er starf Eiðs Smára sagt í hættu.

Á vef Morgunblaðsins segir að Eiður Smári hafi verið í annarlegu ástandi í miðbænum og er Morgunblaðið með myndbandið en birtir það ekki. Sagt er að KSÍ muni setja Eiði Smára tvo kosti, að fara í meðferð eða missa starfið.

Eiður Smári er einn allra besti íþróttamaður í sögu Íslands, ferill hans náði hámarki frá 2000 til 2009 þegar hann var í herbúðum Chelsea og Barcelona. Hann lék 88 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 26 mörk. Eftir að ferlinum lauk fór Eiður í smá pásu frá fótbolta en var ráðinn aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í upphafi árs 2019.

Hann og Arnar Þór náðu frábærum árangri með U21 árs liðið áður en þeir tóku svo saman við A-landsliðinu undir lok síðasta árs. Síðasta sumar var Eiður Smári þjálfari FH en hann sagði starfinu lausu þegar honum bauðst að gerast aðstoðarþjálfari Arnars Þórs hjá U21 árs landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla