fbpx
Föstudagur 27.maí 2022
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Blikar kláruðu Fylki á tíu mínútna kafla

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Fylki í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Heimamenn unnu sigur.

Fyrri hálfleikur var rólegur og var markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja í leikhlé.

Heimamenn fóru svo langt með að klára leikinn á stuttum kafla í byrjun seinni hálfleiks. Fyrst kom Árni Vilhjálmsson þeim yfir á 46. mínútu eftir sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Kristni Steindórssyni.

Blikar tvöfölduðu svo forystu sína á 54. mínútu. Þá skoraði Viktor Karl Einarsson. Hann skoraði eftir að hafa fylgt eftir skoti Gísla Eyjólfssonar sem fór í stöngina.

Breiðablik sigldi sigrinum svo í höfn. Lokatölur urðu 2-0 í Kópavogi.

Blikar fara upp í fjórða sætið með sigrinum. Þeir eru með 13 stig eftir sjö leiki. Fylkir er í áttunda sætinu. Þeir eru með 7 stig eftir að hafa leikið átta leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Heimir óttast það ekki að verða rekinn á næstu dögum

Heimir óttast það ekki að verða rekinn á næstu dögum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hárgreiðslumaður Pogba uppljóstrar því hvert hann er að fara

Hárgreiðslumaður Pogba uppljóstrar því hvert hann er að fara
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hjörtur og félagar marki undir fyrir seinni úrslitaleikinn

Hjörtur og félagar marki undir fyrir seinni úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guðrún og Milos bikarmeistarar

Guðrún og Milos bikarmeistarar
433Sport
Í gær

Mjólkurbikar karla: Fram sló Leikni út úr bikarnum einum manni færri

Mjólkurbikar karla: Fram sló Leikni út úr bikarnum einum manni færri
433Sport
Í gær

Orri Steinn framlengir við FCK og færist upp í aðalliðið

Orri Steinn framlengir við FCK og færist upp í aðalliðið
433Sport
Í gær

Kane tilbúinn að skrifa undir nýjan samnnig við Tottenham

Kane tilbúinn að skrifa undir nýjan samnnig við Tottenham
433Sport
Í gær

Keppinautur Haaland um byrjunarliðssæti hjá Englandsmeisturunum skoraði sex í gær

Keppinautur Haaland um byrjunarliðssæti hjá Englandsmeisturunum skoraði sex í gær