fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Fyrsta tilboð United í Sancho komið á borð Dortmund

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 10:08

Jadon Sancho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur nú formlega lagt fram tilboð í Jadon Sancho leikmann Borusisa Dortmund. Þetta fullyrðir þýska blaðið Bild.

Þar segir að United hafi boðið 60 milljónir punda, næsta víst er að Dortmund hafni því tilboði og viðræður haldi áfram.

Því er haldið fram að Dortmund vilji fá nálægt 80 milljónum punda og þarf United því að setjast við samningaborðið með Dortmund.

Sancho er 21 árs enskur kantmaður en United hefur haft áhuga á honum um langt skeið, félagið hafði áhuga síðasta sumar en þá vildi Dortmund 110 milljónir punda.

Samningur Sancho við Dortmund rennur út eftir tvö ár og hefur félagið gert samkomulag um að hann verði seldur í sumar, komi viðunandi tilboð.

Sancho er á leið á Evrópumótið með Englandi og því ólíklegt að United geti gengið frá kaupum á honum fyrr en eftir mótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni