fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Fyrsta tilboð United í Sancho komið á borð Dortmund

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 10:08

Jadon Sancho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur nú formlega lagt fram tilboð í Jadon Sancho leikmann Borusisa Dortmund. Þetta fullyrðir þýska blaðið Bild.

Þar segir að United hafi boðið 60 milljónir punda, næsta víst er að Dortmund hafni því tilboði og viðræður haldi áfram.

Því er haldið fram að Dortmund vilji fá nálægt 80 milljónum punda og þarf United því að setjast við samningaborðið með Dortmund.

Sancho er 21 árs enskur kantmaður en United hefur haft áhuga á honum um langt skeið, félagið hafði áhuga síðasta sumar en þá vildi Dortmund 110 milljónir punda.

Samningur Sancho við Dortmund rennur út eftir tvö ár og hefur félagið gert samkomulag um að hann verði seldur í sumar, komi viðunandi tilboð.

Sancho er á leið á Evrópumótið með Englandi og því ólíklegt að United geti gengið frá kaupum á honum fyrr en eftir mótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harðlega gagnrýndur á tímabilinu en ætlar sér að verða sá besti í heimi

Harðlega gagnrýndur á tímabilinu en ætlar sér að verða sá besti í heimi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Loksins klár í að spila 90 mínútur

Loksins klár í að spila 90 mínútur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að Glasner muni kveðja 2026

Segir að Glasner muni kveðja 2026
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“