fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Hjörtur vann toppslaginn – Samúel Kári á skotskónum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 18:30

Samúel Kári. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var Íslendingaslagur þegar tvö efstu lið Danmerkur mættust í dag. Þá hófst Eliteserien, efsta deild Noregs, einnig.

Hjörtur hafði betur gegn Mikael í toppslagnum

Brondby vann 3-1 sigur gegn Midtjylland í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Brondby. Mikael Neville Andersson kom inn á sem varamaður fyrir Midtjylland þegar stundarfjórðungur var eftir. Midtjylland er á toppi deildarinar með 56 stig, nú aðeins stigi á undan Brondby, þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir.

Íslendingar stóðu sig vel í fyrstu umferð Eliteserien

Samúel Kári Friðjónsson skoraði fyrsta mark Viking þegar liðið vann 3-1 sigur á Brann í norsku úrvalsdeildinnu í dag.

Alfons Sampsted var í byrjunarliði og lagði upp fyrsta mark Bodo/Glimt gegn Tromsö í sömu deild. Leiknum lauk 3-0 fyrir Bodo/Glimt.

Björn Bergmann Sigurðarson og Brynjófur Andersen komu báðir inn á sem varamenn þegar Molde vann 2-0 sigur á Kristansund. Björn Bergmann leikur með Molde og Brynjólfur með Kristiansund. Sá fyrrnefndi lék í um stundarfjórðung en sá síðarnefndi allan seinni hálfleikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Í gær

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórt skref fyrir ÍTF

Stórt skref fyrir ÍTF
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire
433Sport
Fyrir 2 dögum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana