fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Tottenham stimplaði sig endanlega út úr Meistaradeildarbaráttunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 8. maí 2021 13:24

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þeir unnu að lokum góðan sigur.

Leeds var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum. Stuart Dallas kom þeim yfir er hann náði frákasti eftir vörslu Hugo Lloris og kom boltanum í netið.

Tottenham jafnaði þó úr sínu fyrsta almennilega færi í leiknum. Þá skoraði Heung-Min Son eftir frábæran undirbúning Dele Alli. Stuttu síðar kom Harry Kane boltanum í netið en eftir skoðun VAR var markið dæmt af vegna rangstöðu.

Patrick Bamford kom heimamönnum svo aftur yfir í lok fyrri hálfleiks. Það gerði hann eftir fyrirgjöf Ezgjan Alioski. Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir heimamenn.

Leikmenn Spurs komu sterkari inn í seinni hálfleikinn. VAR tók annað mark af Harry Kane á 50. mínútu, aftur vegna rangstöðu.

Rodrigo gerði hins vegar út um leikinn á 84. mínútu. Þá fékk Raphinha sendingu inn fyrir vörn gestanna, brunaði upp völlinn og renndi honum á Rodrigo, sem var í betra færi. Sá síðarnefndi afgreiddi boltann í netið. Sanngjarn 3-1 sigur Leeds varð niðurstaðan í dag.

Leeds er eftir leikinn í níunda sæti deildarinnar með 50 stig. Tottenham er í sjötta sæti með 56 stig. Þeir voru líklega endanlega að stimpla sig út úr baráttu um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð með tapinu í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“