fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Auknar líkur á að Kjartan Henry gangi í raðir KR eftir helgi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. maí 2021 14:30

Kjartan Henry Finnbogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auknar líkur eru á því að Kjartan Henry Finnbogason gangi í raðir KR eftir helgi, það kemur þó betur í ljós eftir helgi. Þetta herma heimildir 433.is.

Kjartan Henry er með samning við Esbjerg út júní en til umræðu er að samningi hans verði rift fyrr. Kjartan Henry hefur áhuga á því að koma heim í KR en fjölskylda hans er flutt til Íslands.

Esbjerg undir stjórn Ólafs Kristjánssonar tapaði gegn Silkeborg í gær og vonin um að komast upp í úrvalsdeildina er veik.

Kjartan sem er 34 ára gamall gekk í raðir Esbjerg í upphafi árs en liðið situr í þriðja sæti og er liðið átta stigum á eftir Vilborg sem situr í öðru sæti en Vilborg á leik til góða. Fjórar umferðir eru eftir og því aðeins tólf stig eftir í pottinum.

Esbjerg leikur gegn Fredericia á mánudag og eftir þann leik gæti framtíð Kjartans Henry ráðist. Ef framherjinn riftir samningi sínum fyrir 12 maí getur hann samið við KR en félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar þann dag.

Kjartan lék með KR frá 2010 til 2014 og sló í gegn en síðan þá hefur hann átt farsælan feril í atvinnumennsku. Ef Kjartan gengur ekki í raðir KR í næstu viku er talið öruggt að hann komi til félagsins í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík