fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Lengjudeild karla: Fram gekk frá Ólsurum á fimm mínútum – Sigur hjá Fjölni

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 21:30

Baldur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengjudeild karla fór af stað í kvöld með tveimur leikjum. Fram sigraði Víking Ólafsvík og Fjölnir lagði Þrótt Reykjavík.

Albert Hafsteinsson allt í öllu hjá Fram

Heimamenn í Fram komst fyrir strax á fyrstu mínútu í kvöld. Þá skoraði Albert Hafsteinsson af vítapunktinum. Tryggvi Snær Geirsson tvöfaldaði forystuna fyrir þá bláu aðeins þremur mínútum síðar. Þá hafði Albert átt aukaspyrnu í stöngina sem Tryggvi fylgdi eftir. Aðeins mínútu síðar var títtnefndur Albert enn og aftur á ferðinni. Þá átti hann sendingu fyrir á Fred Saraiva sem skoraði þriðja mark heimamanna. Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta. Staðan í hálfleik 3-0.

Fred skoraði svo sitt annað mark í byrjun seinni hálfleiks. Þá hafði Alex Freyr Elísson sloppið í gegn og gat sent boltann á Fred sem var einn fyrir opnu marki og skoraði.

Víkingur Ólafsvík klóraði í bakkann með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Kyle Douglas, leikmaður Fram, skrautlegt sjálfsmark. Harvey Willard skoraði svo seinna mark Ólsara af vítapunktinum.

Lokatölur 4-2 fyrir Fram. Góð byrjun á tímabilinu hjá þeim.

Öll mörkin í seinni hálfleik í Laugardalnum

Fjölnismenn voru sterkari í fyrri hálfleik í kvöld en heimamenn í Þrótti vörðust vel. Markalaust var í hálfleik.

Samuel George Ford kom heimamönnum yfir strax í upphafi seinni hálfleiks. Hann kom sér þá inn í lélega sendingu gestanna til baka. Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði metin stuttu síðar með marki eftir fyrirgjöf Orra Þórhallssonar. Fjölnir komst svo yfir þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks. Þá var löng aukaspyrna tekin inn á teig Þróttar sem Sigurpáll Melberg Pálsson skallai í netið. Sigurpáll innsiglaði svo sigur Fjölnis þegar um tíu mínútur voru eftir með sínu öðru marki. Hreinn Ingi Örnólfsson, leikmaður Þróttar, átti svo eftir að fá rautt spjald í lok leiks.

Lokatölur 1-3 fyrir Fjölni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Keane ósammála leikmanni United – „Þetta er nánast komið á það stig að mér líki illa við þá“

Keane ósammála leikmanni United – „Þetta er nánast komið á það stig að mér líki illa við þá“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu það sem fór framhjá mörgum í gær – Leikmaður United fær hressilega á baukinn fyrir þetta athæfi sitt eftir leik

Sjáðu það sem fór framhjá mörgum í gær – Leikmaður United fær hressilega á baukinn fyrir þetta athæfi sitt eftir leik
433Sport
Í gær

Virðist staðfesta að engin U-beygja verði tekin – ,,Naut þess að vinna með honum“

Virðist staðfesta að engin U-beygja verði tekin – ,,Naut þess að vinna með honum“