fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeildin: Loksins kom Pep Manchester City í úrslitaleikinn

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mancester City hefur tryggt sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið tók í kvöld á móti PSG og endaði leikurinn með öruggum 2-0 sigri heimamanna. Fyrri leikurinn fór 1-2 fyrir Manchester City og vinnur City því 4-1 samanlagt.

Heimamenn spiluðu virkilega vel í kvöld, þeir voru öruggir varnarlega og hættulegir sóknarlega. Á 8. mínútu dæmdi dómarinn vítaspyrnu fyrir PSG en eftir að hafa skoðað atvikið með hjálp VAR var það tekið til baka. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Mahrez City yfir. Þar fylgdi hann á eftir skoti Kevin DeBruyne.

Mahrez tvöfaldaði forystu City eftir 64 mínútur eftir laglegan undirbúning Kevin DeBruyne og Phil Foden. Angel Di Maria fékk beint rautt spjald á 70. mínútu og klúðraði þar með endanlega möguleikum sinna manna. Hann ýtti Fernandinho í pirringi og sparkaði í hann og reif dómarinn strax upp spjaldið. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og öruggur sigur City staðreynd.

Á morgun kemur í ljós hvort að Chelsea eða Real Madrid tryggi sér hitt lausa sætið í úrslitaleiknum.

Manchester City 2 – 0 PSG
1-0 Mahrez (´11)
2-0 Mahrez (´63)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna
433Sport
Í gær

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag
433Sport
Í gær

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“