fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Chelsea blandar sér í baráttuna – Búast má við átökum í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við átökum á milli þriggja af stærri félögum Englands í sumar þegar Jadon Sancho kantmaður Borussia Dortmund verður til sölu. Enskir fjölmiðlar segja frá.

Chelsea er nú byrjað að sýna áhuga á því að kaupa Sancho frá Dortmund í sumar. Borussia Dortmund hefur lækkað verðmiða sinn á Sancho og vill félagið nú fá 78 milljónir punda fyrir kantmanninn í sumar. Dortmund neitaði að selja Sancho fyrir ári síðan, þá heimtaði félagið 110 milljónir punda en Manchester United vildi ekki borga þá upphæð.

Forráðamenn Dortmund hafa greint frá því að samkomulag sé við Sancho um að hann geti farið í sumar, enski kantmaðurinn vill fara og verður verðmiðinn rétt undir 80 milljónum punda.

Í fréttum segir að Liverpool hafi áhuga á Sancho í sumar en áhugi Manchester United er einnig til staðar. Nú hefur svo Chelsea bætt sér í hóp þeirra liða sem vill kaupa kantmanninn.

Sancho hefur átt frábæra tíma hjá Dortmund en enski kantmaðurinn var áður í herbúðum Manchester City en fór til Dortmund til að spila meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum
433Sport
Í gær

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“
433Sport
Í gær

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni