fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
433Sport

Litlar líkur á að stig verði dregin af Manchester United eftir atburði gærdagsins

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. maí 2021 11:00

Mynd: Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlar líkur eru á því að stig verði dregin af Manchester United í ensku úrvalsdeildinni eftir að leik liðsins við Liverpool var frestað í gær vegna mótmæla í og við Old Trafford, heimavöll Manchester United.

Þetta herma heimildir TalkSport sem segja að það sé mjög ólíklegt að stig verði dregin af félaginu þar sem endanleg ákvarðanataka um frestun leiksins hafi verið tekin af forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Meiri líkur eru á því að félagið verði sektað ef þeir öryggisstaðlar sem eiga að vera í gildi í kringum leikvanga félaga í ensku úrvalsdeildinni á leikdegi, verða dæmdir ófullnægjandi.

Hvað gerðist í gær?

Stuðningsmenn Manchester United, sem hafa verið að mótmæla eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu, brutu sér leið inn á heimavöll liðsins, Old Trafford í gær með þeim afleiðingum að fresta þurfti leiknum.

Mynd: AFP

Á ákveðnum tímapunkti var ekki ljóst hvort að leikurinn gæti farið fram í gær og síðan fékkst það staðfest að hann gæti ekki farið fram.

Hvorki leikmenn Manchester United né Liverpool náðu að mæta á Old Trafford sökum mótmælanna sem náðu bæði til heimavallar Manchester United og liðshótelsins þar sem liðið hélt til. Dómari leiksins, Michael Oliver, náði hins vegar að mæta á staðinn til þess að meta aðstæður.

Meðal þess sem þurfti að gera til að meta það hvort leikurinn gæti farið fram, var að sótthreinsa mögulega snertifleti á vellinum sökum Covid-19 faraldursins þar sem að fjöldi fólks safnaðist saman innan vallar.

Einnig þurfti að tryggja það að hægt væri að gæta fyllsta öryggis fyrir þá aðila sem áttu að koma að leiknum í, hvort sem það eru leikmenn, starfslið eða dómarar.

Hverju var verið að mótmæla?

Uppspretta mótmælanna er óánægja stuðningsmanna Manchester United með eignarhald Glazer fjölskyldunnar á félaginu. Almenn óánægja með eigendur félagsins hefur verið við líði í nokkur ár, dropinn sem fyllti mælinn var ákvörðun eigendanna um að Manchester United gerðist stofnaðili að Ofurdeildinni, deild sem á endanum ekkert varð af.

Hvað næst?

Ekki er kominn nýr leiktími fyrir leik Manchester United og Liverpool en um þýðingamikinn leik er að ræða fyrir bæði lið. Það er ekki nóg að félögin séu svarnir fjendur, heldur er Liverpool í harðri baráttu um laust sæti í Meistaradeild Evrópu og Manchester United vill styrkja stöðu sína í 2. sæti deildarinnar.

GettyImages
Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Öruggur sigur Southampton gegn Crystal Palace

Öruggur sigur Southampton gegn Crystal Palace
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Solskjaer telur að Maguire verði klár fyrir úrslitaleikinn

Solskjaer telur að Maguire verði klár fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spánverjar að stela Laporte

Spánverjar að stela Laporte
433Sport
Í gær

Ósátt eftir að Instagram eyddi þessari mynd

Ósátt eftir að Instagram eyddi þessari mynd
433Sport
Í gær

Börkur ræðir stöðuna – Enn í dag duga tekjur kvennamegin ekki upp í kostnað

Börkur ræðir stöðuna – Enn í dag duga tekjur kvennamegin ekki upp í kostnað
433Sport
Í gær

Solskjær og Southgate bíða með hjartað í buxunum eftir fréttum af Maguire

Solskjær og Southgate bíða með hjartað í buxunum eftir fréttum af Maguire
433Sport
Í gær

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu

Milljarða maðurinn handtekinn vegna árásar um helgina – Sjáðu myndbandið af atvikinu