fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Bale skaut fast í áttina að Mourinho eftir leik gærdagsins – „Erum að spila eins og Tottenham á að spila“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. maí 2021 09:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tók í gærkvöldi á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 4-0 sigri Tottenham en leikið var á heimavelli liðsins í Lundúnum.

Gareth Bale kom Tottenham yfir með marki á 36. mínútu eftir stoðsendingu frá Serge Aurier. Bale var síðan aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu Tottenham með marki á 61. mínútu.

Átta mínútum síðar, innsiglaði Bale þrennu sína í leiknum með marki eftir stoðsendingu frá Serge Aurier. Það var síðan Heung-Min Son sem tryggði Tottenham 4-0 sigur með marki á 77. mínútu.

Bale virtist skjóta föstum skotum í áttina að José Mourinho, fyrrverandi knattspyrnustjóra Tottenham í viðtali eftir leik. Bale átti erfitt uppdráttar undir stjórn Mourinho en virðist hafa fundið fjölina undir stjórn bráðabirgðastjórans Ryan Mason.

„Við erum meira sóknarsinnaðri, nær marki andstæðingsins og þá skorum við meira,“ sagði Gareth Bale er hann var spurður hvernig það væri að spila eftir leikskipulagi Mason.

Tottenham var gagnrýnt fyrir að vera of varnarsinnað undir stjórn Mourinho, ef liðið komst yfir í leik, var skellt í lás og pakkað í vörn. Bale segir áherslurnar öðruvísi undir stjórn Mason, liðið einblíni meira á sóknarleikinn núna.

„Við höfum verið að vinna í þessu undanfarnar vikur. Þetta eru auðvitað breytingar sem taka tíma en okkur finnst við vera að taka skref í rétta átt. Við erum að spila eins og Tottenham á að spila,“ sagði Gareth Bale, leikmaður Tottenham í viðtali í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum