fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
433Sport

Telur ekki útilokað að Logi verði rekinn – „Freyr mjög álitlegur kostur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 09:01

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu telur að FH-ingar gætu hugsanlega farið að skoða breytingar á þjálfarateymi sínu, FH hefur tapað tveimur leikjum í röð í efstu deild karla.

FH tapaði fyrir nýliðum Leiknis á þriðjudag. Logi Ólafsson tók við þjálfun liðsins í vetur þegar Eiður Smári Guðjohnsen gerðist aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Benedikt telur að forráðamenn FH gætu skoðað það að skipta Loga út innan tíðar, mikið af þjálfurum eru án vinnu í dag. Heimir Hallgrímsson er atvinnulaus, Freyr Alexandersson sömuleiðis, Ólafur Kristjánsson, Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson.

„Algjörlega,“ sagði Benedikt í sjónvarpsþætti okkar um hvort FH-ingar gætu farið að skoða breytingar.

„Freyr er mjög álitlegur kostur. Hann var í viðtali við Fréttablaðið á dögunum, þar segist hann vilja halda áfram með Heimi. Ég veit ekki hvort hann sé til í að stökkva heim, kannski er fjölskyldan til í nokkur ár í ævintýramennsku,“ sagði Benedikt en Freyr var aðstoðarmaður Heimis í Katar.

Benedikt segir að FH sé með dýrt lið og því séu kröfurnar miklar. „FH er búið að henda nokkrum þúsundköllum í þetta lið, ég held að menn séu ekkert alltof sáttir að tapa.“

Logi Ólafsson tók við liði FH fyrir tæpu ári síðan ásamt Eiði Smára, síðasta haust ætlaði hann að stíga til hliðar en stökk inn þegar Eiður Smári lét af störfum.

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Brandon má fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Freyr tekur við Lyngby
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harkaleg mótmæli verða til þess að þetta verður ekki næsti stjóri Gylfa

Harkaleg mótmæli verða til þess að þetta verður ekki næsti stjóri Gylfa
433Sport
Í gær

Staðfesta að búið sé að segja Loga upp störfum

Staðfesta að búið sé að segja Loga upp störfum
433Sport
Í gær

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni