fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Mulningsvélin mallar á Hlíðarenda og tugmilljóna maðurinn horfir bara á

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. maí 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er dísilvél, mulningsvél,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu um lið Vals, Íslandsmeistararnir fara vel af stað í efstu deild karla og eru við topp deildarinnar með tíu stig eins og þrjú önnur lið.

Valur tekur á mót Leikni á heimavelli sínum í kvöld en liðið vann góðan 2-3 sigur á KR á útivelli á mánudag. Spilamennska Vals var ekki sannfærandi í leiknum en stigin komu í hús.

Guðmundur Andri Tryggvason sem Valur borgaði um tíu milljónir fyrir á dögunum kom ekki við sögu gegn KR. „Það segir manni að það séu gæði, skilja tugmilljóna manninn eftir. Hann fær ekki mínútu hann Guðmundur Andri.“

Heimir Guðjónsson þjálfari Vals er oft íhaldssamur og líður vel þegar hann þarf ekki að gera of miklar breytingar á byrjunarliði sínum. „Þú breytir ekki sigurliði, sú speki á ágætlega vel við,“ sagði Benedikt í sjónvarpsþætti okkar í vikunni.

Hannes Þór Halldórsson átti frábærar vörslur í marki Vals gegn KR, landsliðsmarkvörðurinn stóð fyrir sínu. „Ef menn ætla að vera í Íslandsmeistaraliði, þá þarftu markvörð sem vinnur 6-11 stig. Ég held að þarna hafi Hannes tryggt þrjú stig.“

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands