fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
433Sport

Öflugar Smit-varnir skiluðu árangri í Garðabænum í gærkvöldi

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 12:00

Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýliðar Leiknis frá Reykjavík náðu í sterkt stig gegn Stjörnumönnum í fyrstu umferð Pepsi-Max deildar karla í gærkvöldi. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli en leikið var á Samsungvellinum í Garðabæ.

Guy Smit, markvörður Leiknismanna var í miklum ham í leiknum og gerði gæfumuninn með framúrskarandi markvörslum í nokkur skipti. Rætt var um frammistöðu hans í Pepsi-Max Stúkunni á Stöð 2 Sport eftir leik.

„Frábær frumraun hjá honum í sínum fyrsta leik í efstu deild á Íslandi og heilt yfir var frammistaða hans mjög góð. Hann spyrnir boltanum vel frá sér, er óhræddur við að koma út í teig. Hann var virkilega öflugur,“ sagði Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Pepsi-Max stúkunnar á Stöð 2 sport.

Gmit gekk til liðs við Leikni fyrir síðasta tímabil en Leiknir komst upp í Pepsi-Max deildina eftir að hafa endað í 2. sæti Lengjudeildarinnar þegar mótið var flautað af í fyrra.

Smit á að baki 24 leiki fyrir Leikni og mun í sumar mæta sínum gamla liðsfélaga, landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni en þeir voru saman hjá hollenska liðinu Nec Nijmegen á sínum tíma.

Guy Smit, markvörður Leiknis Reykjavíkur (til hægri)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Garðari finnst frásagnirnar átakanlegar – ,,Hvet fótboltamenn til að stíga fram“

Garðari finnst frásagnirnar átakanlegar – ,,Hvet fótboltamenn til að stíga fram“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líkurnar á því að úrslitaleikurinn fari fram í Portúgal aukast

Líkurnar á því að úrslitaleikurinn fari fram í Portúgal aukast
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Erlendur auðkýfingur gagnrýnir KR harkalega vegna komu Kjartans – Hjörvar kemur þeim til varnar

Erlendur auðkýfingur gagnrýnir KR harkalega vegna komu Kjartans – Hjörvar kemur þeim til varnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heiðar Austmann brjálaður eftir gærdaginn: „Mun aldrei heimsækja Noreg. EVER“

Heiðar Austmann brjálaður eftir gærdaginn: „Mun aldrei heimsækja Noreg. EVER“
433Sport
Í gær

Owen og Fabregas tókust á

Owen og Fabregas tókust á
433Sport
Í gær

Segir að það verði að taka sex stig af United eftir ákvörðun Solskjær í gær

Segir að það verði að taka sex stig af United eftir ákvörðun Solskjær í gær
433Sport
Í gær

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni
433Sport
Í gær

Rooney fannst hræðilegt að spila frammi hjá United

Rooney fannst hræðilegt að spila frammi hjá United