fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Leikur Manchester United og Liverpool fer ekki fram í dag

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 16:36

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni mun ekki fara fram í dag. Þetta hefur fengist staðfest frá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Nýr leiktími hefur ekki verið ákveðinn og hann verður ekki ákveðinn í dag samkvæmt heimildum SkySports.

Stuðningsmenn Manchester United, sem hafa verið að mótmæla eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu í dag, brutu sér leið inn á heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrr í dag með þeim afleiðingum að fresta þurfti leiknum.

Á ákveðnum tímapunkti var ekki ljóst hvort að leikurinn gæti farið fram og nú hefur það fengist endanlega staðfest að hann fer ekki fram í dag.

Hvorki leikmenn Manchester United né Liverpool náðu að mæta á Old Trafford í dag á tilskildum tíma en dómari leiksins Michael Oliver mætti fljótlega á staðinn til þess að meta aðstæður.

Meðal þess sem þurfti að gera til þess að sjá til þess að leikurinn gæti farið fram, var að sótthreinsa mögulega snertifleti á vellinum sökum Covid-19 faraldursins þar sem að fjöldi fólks safnaðist saman innan vallar.

Einnig þurfti að tryggja það að hægt væri að gæta fyllsta öryggis fyrir þá aðila sem koma að leiknum í dag, hvort sem það eru leikmenn, starfslið eða dómarar.

Uppspretta mótmælanna er óánægja stuðningsmanna félagsins með eignarhald Glazer fjölskyldunnar á félaginu. Dropinn sem fyllti mælinn var ákvörðun eigendanna um að Manchester United gerðist stofnaðili að Ofurdeildinni, deild sem á endanum ekkert varð af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Í gær

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn