fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

‘Hinn sérstaki’ skyldi eftir sig skarð sem erfiðlega gengur að fylla upp í

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit Tottenham að nýjum knattspyrnustjóra virðist ganga erfiðlega en José Mourinho var rekinn frá félaginu í síðasta mánuði.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur verið orðaður við starfið en hann segist vilja halda áfram uppbyggingu sinni hjá Leicester og hefur neitað að hafa áhuga á knattspyrnustjóra stöðunni hjá Tottenham.

Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri RB Leipzig, hefur gert samning við Bayern Munchen og tekur við þýsku meisturunum eftir tímabilið.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, var einnig orðaður við stöðuna en hann framlengdi á dögunum samning sinn við hollenska félagið.

Samkvæmt stuðlum SkyBet, er Brendan Rodgers, ennþá talinn líklegastur til þess að verða næsti knattspyrnustjóri Tottenham en hann hefur náð góðum árangri með Leicester City.

Næst á eftir honum er Ralf Ragnick sem hefur áður stýrt þýsku liðinum Hoffenheim og RB Leipzig með góðum árangri. Leikstíll hans vakti upp innblástur hjá Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.

Ralf Ragnick / GettyImages

Scott Parker, knattspyrnustjóri Fulham er einnig nefndur til sögunnar. Undir stjórn Parker, komst Fulham upp í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili en liðið situr nú í 18. sæti og er 9 stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Scott Parker / GettyImages

Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves, gæti einnig tekið við stöðunni. Undir stjórn Nuno hefur Wolves fest sig í sessi sem úrvalsdeildarlið og hefur meðal annars spilað í Evrópukeppni undir hans stjórn. Það gæti freistað hans að taka næsta skref á ferlinum með Wolves.

Nuno Espirito Santo. Mynd/Getty

Annað nafn sem hefur skotið upp kolli í þessari umræðu er Rafa Benítez, fyrrverandi knattspyrnustjóri liða á borð við Liverpool, Chelsea og Real Madrid. Benítez er nú án starfs eftir að hann yfirgaf kínverska félagið Dalian Professionals snemma á þessu ári. Benítez hefur mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem og af stóra sviðinu í Evrópukeppnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest
433Sport
Í gær

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum