fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Kærastan brjáluð – ,,Hlýtur að vera brandari“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 19:16

Tammy Abraham og frú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tammy Abraham, leikmaður Chelsea, var skilinn eftir utan hóps fyrir úrslitaleik enska bikarsins gegn Leicester í dag. Leah Monroe, kærasta hans, fór á Instagram og lét óánægju sína í ljós. Hún hefur nú eytt færslunni.

Chelsea tapaði leiknum í dag 1-0. Það var Youri Tielemans sem gerði sigurmark Leicester á 63. mínútu.

Framtíð Abraham er í mikilli óvissu. Hann spilaði reglulega undir stjórn Frank Lampard en eftir komu Thomas Tuchel til félagsins hefur hann varla verið valinn í liðið. Leikmaðurinn hefur til að mynda verið orðaður við West Ham. Það að hann hafi verið skilinn eftir utan hóps í dag ýtir einungis undir þær sögusagnir um að hann sé á förum frá Chelsea.

Monroe var virkilega ósátt með það að hennar maður hafi verið utan hóps í dag og skrifaði á Instagram:  ,,Hvernig dettur þér það í hug að skilja þinn helsta markaskorara eftir utan hóps fyrir úrslitaleik!?!“ 

,,Þetta er sama manneskja og skoraði mörkin sem komu ykkur í úrslitaleikinn. Þetta stenst ekki. Hann er ekki einu sinni á bekknum. Þetta hlýtur að vera brandari.“ 

Monroe hefur þó séð að sér eða fengið einhverjar ábendingar þar sem hún hefur nú eytt færslunni.

Skjáskot af færslunni má sjá hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í dag

Arsenal skrifaði söguna í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Í gær

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Í gær

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir