fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Ítalía: Öruggur sigur Napoli í Meistaradeildarbaráttunni

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 11. maí 2021 20:40

Giovanni Di Lorenzo skorar hér fjórða markið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Napoli tók í kvöld á móti Udinese í 36. umferð ítölsku deildarinnar í knattspyrnu. Napoli vann öruggan 5-1 sigur og tryggði sér þar með þrjú mikilvæg stig í Evrópubaráttunni.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en eftir tæplega hálftíma leik kom Zielenski heimamönnum yfir og aðeins þremur mínútum seinna tvöfaldaði Fabián Ruiz forystuna. Okaka minnkaði muninn fyrir gestina undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Leikmenn Napoli mættu grimmir í seinni hálfleikinn og stjórnuðu leiknum. Lozano kom Napoli í tveggja marka forystu á 56. mínútu og Di Lorenzo skoraði fjórða markið tíu mínútum síðar. Insigne innsiglaði svo sigurinn með marki í uppbótartíma.

Napoli er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en með þessum sigri komst liðið upp í 2. sæti deildarinnar með 73 stig.

Napoli 5 -1 Udinese
1-0 Zielinski (´28)
2-0 Ruiz (´31)
2-1 Okaka (´41)
3-1 Lozano (´56)
4-1 Di Lorenzo (´66)
5-1 Insigne (´90+1)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við
433Sport
Í gær

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
433Sport
Í gær

Ronaldo sendur heim eftir hörmungina í Írlandi

Ronaldo sendur heim eftir hörmungina í Írlandi
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik