fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

United staðfestir nýjan samning Cavani – Solskjær fær mikið lof

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. maí 2021 16:22

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur staðfest nýjan samning Edinson Cavani við félagið, samningurinn gildir til sumarsins 2022.

„Á þessu tímabili hefur ást mín á félaginu aukist og ég átta mig betur á því hvað félagið stendur fyrir. Ég á virkilega gott samband við samherja mína og starfsliðið. Þetta kveikir í mér neista og ég veit að saman getum við afrekað stóra hluti saman,“ sagði Cavani eftir undirskrift.

„Frá fyrsta augnabliki hef ég fengið mikið sjálfstraust frá Ole Gunnar Solskjær. Sem leikmaður þá gefur þessi trú þér hið fullkomna tækifæri til þess að spila þinn besta fótbolta. Ég vil þakka honum fyrir það.“

Cavani kom til United síðasta haust á frjálsri sölu og framherjinn hefur slegið í gegn þegar hann hefur verið leikfær.

Cavani hefur raðað inn mörkum síðustu vikur en framherjinn frá Úrúgvæ er 34 ára gamall og hefur raðað inn mörkum allan sinn feril.

Nýr samningur Cavani gildir í ár til viðbótar en eftir það er talið að framherjinn haldi til Suður-Ameríku til að klára feril sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki