fbpx
Mánudagur 27.september 2021
433Fastir pennarSport

Skaðinn er skeður en svara þarf fyrir það í kjörklefanum í haust

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttahreyfingin á Íslandi er lömuð, stjórnvöld á Íslandi hafa í heilt ár ekki borið neina virðingu fyrir því afreksstarfi sem unnið er hér á landi. COVID-19 veiran sem fylgt hefur heimsbyggðinni í heilt ár hefur skaðað íþróttir á Íslandi meira en í nokkru öðru landi.

Það hefur verið grátlegt að fylgjast með Íþróttasambandi Íslands sem virðist ekki hafa neinn áhuga á að berjast fyrir hagsmunum sínum, sérsamböndin hafa svo flest setið út í horni og ekki þorað að mótmæla einu né neinu. Nú á þriðju viku hafa íslensk íþróttafélög hvorki mátt æfa né keppa, allt í nafni sóttvarna með örfá smit í samfélagi okkar. Er þetta í fjórða sinn sem íþróttastarf á Íslandi er lamað í faraldrinum.

Íslenskt íþróttafólk sem er að keppa við fólk út í heimi í hinum ýmsu íþróttagreinum er látið sitja heima hjá sér, það er stórhættulegt að sparka í fótbolta í 22 manna hópi en þúsundir geta hópast saman og skoðað gosið. Leikþáttur sem þessi er ekki nýr af nálinni en flestir hafa fengið nóg af honum.

Sem dæmi er efsta deild karla á Íslandi í fótbolta atvinnugrein sem veltir milljörðum á ári hverju, fjögur lið munu í sumar halda í Evrópukeppni og mæta þar liðum sem hafa búið við allt aðrar aðstæður í rúmt ár. Þau hafa flest fengið að æfa síðan síðasta vor en á Íslandi er öldin önnur.

Í öllum löndum fyrir utan Ísland er borin virðing fyrir íþróttum og mikilvægi þeirra, þar er fólki ekki bannað að æfa í nafni sóttvarna enda hefur það komið á daginn að smithætta í íþróttum er lítil sem enginn.

Í fótboltanum á Íslandi hefur það komið upp að smitaðir einstaklingar eru á meðal keppanda en þeim hefur ekki hvorki tekist að smita samherja sína eða mótherja svo vitað sé. Á þetta hafa virtir læknar hér heima bent á en talað fyrir tómum eyrum þegar kemur að því að föndra regluverkið í kringum sóttvarnir. Þórólfur Guðnason (Sóttvarnarlæknir) og Svandís Svavarsdóttir (Heilbrigðisráðherra frá Vinstri grænum) standa bara og míga upp í vindinn og áfram heldur leikþátturinn, enda heyrist hvorki hóst né stuna frá ÍSI og sérsamböndum sem hafa hagsmuni af málinu, ótrúlegt alveg hreint.

Aðeins einn stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn hefur reynt að berjast fyrir íþróttahreyfinguna, Willum Þór Þórsson hjá Framsóknarflokki vann frábært starf fyrir íþróttahreyfinguna á síðasta ári til að aflétta reglum sem Svandís og Þórólfur höfðu sett á. Lilja Alfreðsdóttir hefur svo ásamt Willum reynt að hjálpa hagsmunaaðilum íþróttanna á síðustu vikum en talað fyrir tómum eyrum þeim sem ráða.

Það er vonandi að íslenska íþróttahreyfingin horfi í þetta mál þegar kosningar til Alþingis fara fram í haust og muni hvernig framkoman hefur verið þegar í kjörklefann er komið.  Það er ekki boðlegt fyrir okkar fremsta íþróttafólk, sama hvaða grein það stundar að því sé bannað að stunda íþróttir þegar það er oftar en ekki að keppa á alþjóða vettvangi og mikið er í húfi.

Ofan á þetta býr okkar fremsta íþróttafólk við hörmulegar aðstæður, Laugardalsvöllur og Laugardalshöll eru löngu komin til ára sinna en þessar stærstu íþróttagreinar fá enga fjármuni frá ríkisvaldinu til að bæta það ástand. Íþróttahreyfingin verður að svara fyrir sig í kjörklefanum í haust.

Hörður Snævar Jónsson
Ritstjóri 433.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enski úrvalsdeildin: Glæsilegur sigur Arsenal gegn erkifjendunum

Enski úrvalsdeildin: Glæsilegur sigur Arsenal gegn erkifjendunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Dortmund tjáir sig um byrjun Sancho – ,,Það særir sál mína“

Framkvæmdastjóri Dortmund tjáir sig um byrjun Sancho – ,,Það særir sál mína“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo eftir gærdaginn: ,,Þetta er bara byrjunin“

Ronaldo eftir gærdaginn: ,,Þetta er bara byrjunin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ole Gunnar kennir leikmönnum Aston Villa um vítaklúður Bruno

Ole Gunnar kennir leikmönnum Aston Villa um vítaklúður Bruno
433Sport
Í gær

Segir það hafa komið sér á óvart hvernig Messi hagi sér

Segir það hafa komið sér á óvart hvernig Messi hagi sér
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sungu um Ronaldo sem er sakaður um hrottalega nauðgun – ,,Cristiano er kynferðisafbrotamaður“

Sjáðu myndbandið: Sungu um Ronaldo sem er sakaður um hrottalega nauðgun – ,,Cristiano er kynferðisafbrotamaður“