fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Var tveggja ára þegar hann fékk stórt ör á andlitið – Heyrði oft fólk tala um hvað þetta væri ljótt

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 14:30

Ribery til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franck Ribery knattspyrnumaður frá Frakklandi segir að stórt ör í andliti hafi gefið sér styrk og vilja til þess að ná langt í fótboltanum. Ribery sem er í dag 37 ára gamall hefur spilað á meðal þeirra bestu um langt skeið, ör í andliti hans hafa alltaf vakið athygli.

Ribery var tveggja ára gamall þegar hann var farþegi í bíl sem lenti í hörðum árekstri, hann var fluttur á sjúkrahús þar sem 100 spor voru saumuð í andlit hans. Ribery var ekki í bílbelti í bílnum og skaust út um rúðu hans.

„Fólk var alltaf að tala um andlitið á mér og örin, þetta var oft erfitt. Það var alltaf verið að segja mér hvað þetta væri ljótt,“ sagði Ribery í viðtali um málið á dögunum.

„Þetta snerist aldrei um mig sem persónu eða sem knattspyrnumann, öll ummæli voru um örið í andlitinu.“

„Þetta gerði mig að sterkum karakter, þegar þú ert ungur drengur með svona ör þá er það oft erfitt. Fjölskylda mín þjáðist oft þegar hún heyrði talað um mig.“

Þó að Ribery tali um að örið hafi styrkt sig þá var lífið oft erfitt. „Það er mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín, ég grét aldrei en þetta særði mig.“

„Ég flaug út úr bílnum, slysið hjálpaði mér á þannig hátt að ég vildi ná árangri eftir það. Guð gaf mér tækifæri, örið er hluti af mér og fólk þarf að taka mér eins og ég er.“

Ribery er í dag 37 ára gamall en hann lék með FC Bayern frá 2007 til 2019 en hefur síðan þá spilað með Fiorentina á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld