fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
433Sport

Umboðsmaður De Gea byrjaður að taka upp tólið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður David De Gea er byrjaður að heyra í stórum félögum í Evrópu, líklegt er að spænski markvörðurinn verði til sölu í sumar. Ensk götublöð segja frá.

Það vakti athygli gegn Brighton í enska boltanum um helgina þegar Dean Henderson fékk traustið í markinu á undan De Gea. Henderson tók stöðuna á meðan De Gea fór til Spánar til að vera á staðnum við fæðingu frumburðar síns.

Henderson virðist hafa náð að festa sig í sessi í markinu og sat launahæsti leikmaður United allan tímann á bekknum um helgina.

Sagt er að De Gea sem er þrítugur sé klár í að yfirgefa United eftir tíu góð ár hjá félaginu, hann þénar 375 þúsund pund á viku sem gæti gert honum erfitt fyrir að fara. Flest félög eru að glíma við fjárhagsvandræði vegna kórónuveirunnar.

Í frétt Daily Mail segir að United muni reyna að fá 50 milljónir punda fyrir De Gea en Real Madrid, Atletico Madrid og PSG eru nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir De Gea.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmenn Leicester mjög reiðir út í partýstand liðsfélaga sinna sem munu fá kaldar móttökur

Leikmenn Leicester mjög reiðir út í partýstand liðsfélaga sinna sem munu fá kaldar móttökur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liðsmynd Barcelona vekur mikla athygli – Bættu við leikmanni með Photoshop og leynd skilaboð til Neymars?

Liðsmynd Barcelona vekur mikla athygli – Bættu við leikmanni með Photoshop og leynd skilaboð til Neymars?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hásteinsvöllur skákar heimavöllum Manchester United og Real Madrid

Hásteinsvöllur skákar heimavöllum Manchester United og Real Madrid
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland og Ítalía skildu jöfn

Ísland og Ítalía skildu jöfn
433Sport
Í gær

Hrokafull hegðun og COVID partý síðasti naglinn í kistu hans

Hrokafull hegðun og COVID partý síðasti naglinn í kistu hans
433Sport
Í gær

Bjarni hefur fengið nóg: „Hug­mynd­in er ekki vit­laus, ef hún virk­ar“

Bjarni hefur fengið nóg: „Hug­mynd­in er ekki vit­laus, ef hún virk­ar“