fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Perez segir Ronaldo ekki á leiðinni aftur til Madrid

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur neitað öllum sögusögnum um endurkomu Cristiano Ronaldo til klúbbsins. Framtíð Ronaldo hjá Juventus er í óvissu þessa dagana en samningur hans við ítölsku meistarana rennur út næsta sumar og segja fjölmiðlar á Ítalíu að stjórnarmenn Juventus vilji ólmir losna við hann vegna stóra launatékkans sem hann fær frá félaginu.

Þetta hefur leitt til þess að Ronaldo hefur verið orðaður við endurkomu á Santiago Bernabeu. Perez hefur sagt að það sé öruggt að svo verði ekki:

„Orðrómarnir um endurkomu Ronaldo til Madrid eru bara orðrómar sem teymi hans byrjaði með. Það er ekkert í gangi,“ sagði Perez í viðtali við El Larguero

Ronaldo fór eins og þekkt er til Juventus sumarið 2018 en tími hans þar hafa verið ákveðin vonbrigði. Hann hefur unnið tvo Seria A titla en hefur ekki unnið Meistaradeildina sem var markmiðið með kaupunum á honum.

Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi en hann skoraði 451 mark í aðeins 438 leikjum fyrir liðið. Madrídingar hafa átt í erfiðleikum eftir brottför kappans og þá sérstaklega í markaskorun.

Perez sem neitaði áhuga á Ronaldo sagði einnig að það væri hvorki möguleiki á að kaupa Mbappe né Erling Haaland í sumar án peninganna sem Ofurdeildin hefði gefið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“