fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
433Sport

Lásu stjórnarmönnum Arsenal pistilinn er þeir útskýrðu umdeilda ákvörðun – „Hafið ekki hugmynd um hvað á sér stað hérna“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 17:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josh Kroenke, stjórnarmaður hjá Arsenal og sonur eiganda félagsins, Stan Kroenke, sat fund með stuðningsmönnum félagsins í dag.

Kroenke útskýrði þar, ásamt öðrum stjórnarmönnum Arsenal, hvað hefði lagið á bak við þá ákvörðun að félagið samþykkti að gerast stofnaðili að Ofurdeildinni.

Útskýringar Kroenke fyrir stuðningsmönnum, lægðu ekki öldurnar og andrúmsloftið var rafmagnað á fundinum samkvæmt blaðamanni The Athletic.

„Skiljið þið ekki enska knattspyrnu? Þið eigið ekki í samskiptum við stuðningsmenn, þið hafið ekki hugmynd um hvað á sér stað hérna,“ sagði Akhil Vyas, stjórnarmaður í Arsenal Supporters Trust, stuðningsmannaklúbbnum.

Akhil, ráðlagði Kroenke feðgum, að yfirgefa félagið. Kroenke, viðurkenndi að ákvörðunin um að gerast meðlimur í Ofurdeildinni, hefði verið röng.

„Við spurðum okkur hvort yrði verra: Ofurdeild eða Ofurdeild án Arsenal. Við spurðum okkur einnig hvað stuðningsmennirnir myndu vilja.  Stuðningsmenn út í heimi vilja sjá Arsenal spila sem oftast við Barcelona. Stuðningsmenn í Englandi vilja sjá fleiri stórleiki en einnig leiki á köldu kvöldi í Stoke,“ sagði Josh Kroenke á fundinum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Magnað afrek Patriks í Danmörku – „Þetta er merkilegt“

Magnað afrek Patriks í Danmörku – „Þetta er merkilegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haraldur um óvænta uppsögn Rúnars í Garðabænum – „Þessi tíðindi komu mjög illa við mig“

Haraldur um óvænta uppsögn Rúnars í Garðabænum – „Þessi tíðindi komu mjög illa við mig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt eftir að Instagram eyddi þessari mynd

Ósátt eftir að Instagram eyddi þessari mynd
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Börkur ræðir stöðuna – Enn í dag duga tekjur kvennamegin ekki upp í kostnað

Börkur ræðir stöðuna – Enn í dag duga tekjur kvennamegin ekki upp í kostnað
433Sport
Í gær

Óli Kristjáns og félagar töpuðu – Silkeborg fer upp

Óli Kristjáns og félagar töpuðu – Silkeborg fer upp
433Sport
Í gær

Juventus hvorki í ítölsku deildinni né Meistaradeildinni næsta haust?

Juventus hvorki í ítölsku deildinni né Meistaradeildinni næsta haust?